Íslenskir belgir eiga fátt sameiginlegt með þeim kínverska

Belgurinn sem fannst í bandarísku loftrými.
Belgurinn sem fannst í bandarísku loftrými. AFP

Veðurbelgir eru algengt fyrirbæri hér á landi og sendir Veðurstofa Íslands belgi upp í háloftin daglega. Þeir eiga þó fátt sameiginlegt með kínverska belgnum sem sást svífandi í loftrými Bandaríkjanna í seinustu viku og talið var að væri búinn njósnabúnaði.

Íslenskir veðurbelgir ekki sambærilegir

„Við sendum svona veðurbelgi tvisvar á dag frá Keflavíkurflugvelli en tækin undir þeim eru agnarsmá miðað við það sem er þarna á ferð. Ég veit ekki hvort þetta er sambærilegt,“ segir Guðrún Nína Petersen, sérfræðingur á sviði veðurfræðirannsókna hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

„Því hærra sem þeir fara því stærri verða þeir og springa að lokum.“

Guðrún segir að veðurbelgirnir séu notaðir til þess að mæla hita, loftþrýsting og raka út frá hreyfingu þeirra. Hún segir hins vegar að fjarstýrðir belgir séu stundum notaðir erlendis til þess að mæla ákveðin atriði.

„Við myndum eflaust ekki nota svona hér á Íslandi því það er svo mikill vindur hérna,“ segir Guðrún.

Kannast ekki við slíka tækni

Guðrún segist ekki kannast við belgi af slíku tagi hér á landi en útilokar ekki að þarna gæti einhver hafa verið að prófa nýja tækni.

Spurð um ferðalag kínverska belgsins, sem sagður er hafa svifið meira en 11 þúsund kílómetra frá Kína til Suður-Karólínu, segist hún ekki kannast við belgi sem flakka slíka vegalend áður en þeir springa.

„[Íslenskir veðurbelgir] geta farið einhverja 100 km, jafnvel 200 km, en þeir eru alltaf á leiðinni upp en þarna erum við að tala um blöðru sem stöðvast í einhverri hæð. Svo lengi sem hún verður ekki fyrir einhverjum áföllum þá bara berst hún með vindi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka