Harður árekstur átti sér stað á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar fyrir skömmu þegar tveir bílar rákust saman. Þetta staðfestir varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.
Ökumaður annars bílsins var fluttur á slysadeild en meiðsli hans eru talin minniháttar.
Báðir bílarnir eru óökuhæfir og verið er að bíða eftir dráttarbíl til að fjarlægja þá af vettvangi. Töluverðar tafir eru á umferð en gert er ráð fyrir að úr því greiðist fljótlega.