Gangráðar og lokur fjarlægðar fyrir líkbrennslu

Hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur var brugðist við þessu með því að …
Hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur var brugðist við þessu með því að hafa ofninn í gangi lengur á hverjum sólarhring en alla jafna gerist. Þannig var kúfurinn unninn niður á rúmri viku. Þegar aska hinna látnu liggur fyrir geta aðstandendur svo ráðið sjálfir hvenær jarðsetning fer fram, sem getur verið vikum eða jafnvel mánuðum síðar. mbl.is/Sigurður Bogi

Íhlutir af margvíslegum toga eru í æ fleiri tilvikum í líkama látins fólks sem komið er með til líkbrennslu í ofnum Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Hjartalokur, gangráðar og fleiri slíkir munir eru fjarlægðir á Landspítalanum áður en komið er með jarðneskar leifar til brennslu.

Þegar svo um er að ræða járnstykki sem komið er fyrir í líkama fólks, eins og hnjá- og mjaðmaliði, þá fara þau með í ofninn. Verða þar eftir í öskunni að lokinni brennslu en eru síðan fjarlægð þaðan. Fara í framhaldinu til endurvinnslu hjá sérhæfðu fyrirtæki í Hollandi. Þetta segir Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri kirkjugarðanna. 

Líkbrennsla verður stöðugt algengari eins og í mörgum öðrum löndum. Andlát á Íslandi voru alls 2.752 í fyrra og lætur nærri að í öðru hverju tilviki sé lík brennt, þá ýmist að ósk hins látna eða fjölskyldu viðkomandi. Á höfuðborgarsvæðinu er þetta hlutfall 55% en 44% sé landið allt undir.

Eins og gjarnan gerist í upphafi árs, þegar inflúensa og aðrar umgangspestir sækja á, eru andlát fleiri en í annan tíma. Af þessum sökum myndaðist á dögunum rúmlega einnar viku bið eftir því að lík kæmust í brennslu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert