Landsþing Viðreisnar kýs forystu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur ein gefið kost á sér í formannskjör á landsþingi flokksins, sem fram fer á Hótel Natura nú um helgina. Þingið verður sett nú síðdegis klukkan 16.00, en kosningar í helstu embætti fara fram á laugardag.

Þorgerður er í viðtali Dagmála Morgunblaðsins, streymis sem opið er öllum áskrifendum, þar sem hún fer yfir stöðuna í stjórnmálum, helstu áskoranir og hvað Viðreisn hefur til málanna að leggja.

Til stendur að gera ýmsar breytingar á skipulagi flokksins, þar á meðal þá að taka upp kosningu á ritara flokksins, sem þá verður í forystu flokksins ásamt formanni og varaformanni.

Daði Kristófersson varaformaður hyggst gefa kost á sér áfram, en fleiri nöfn hafa verið orðuð  við flokksforystuna, þó ekki sé ljóst hvaða embætti er þar stefnt á.

Áskrifendur má á viðtalið allt með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert