Eitthvað hefur verið um að fólk geri sér ferð í verkfæraverslanir í því skyni að kaupa bensínbrúsa til að búa sig undir mögulegt verkfall olíubílstjóra.
Brynjólfur Gunnarson er eigandi Verkfæralagersins í Kópavogi og var hann á kafi í vinnu þegar mbl.is hafði samband við hann um hádegisleytið í dag.
„Ég er akkúrat með soldið af þeim í fanginu núna.“ sagði hann og vísaði þar í brúsana.
Brynjólfur segir sölu á brúsunum hafa aukist mikið á síðustu viku en telur þó ólíklegt að þeir seljist upp von bráðar.
„Menn eru að undirbúa sig.“