Milljarða fjárfesting í Hafnarfirði

Tölvumynd sýnir hvernig myndver REC Studio gætu litið út við …
Tölvumynd sýnir hvernig myndver REC Studio gætu litið út við Hellnahraun í Hafnarfirði.

„Við erum ekki að fara í samkeppni við önnur kvikmyndaver hérna, við lítum á þetta sem viðbót,“ segir Þröstur Sigurðsson, ráðgjafi hjá Arcur og einn aðstandenda nýs kvikmyndavers sem áformað er að reisa í Hafnarfirði.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að ákveðið hefði verið á fundi bæjarráðs að veita fyrirtæki Þrastar og Halldórs Þorkelssonar, REC Studio ehf., vilyrði fyrir lóð í Hellnahrauni 4, iðnaðarsvæði til móts við álverið í Straumsvík.

Kvikmyndaver REC Studio á að verða hið stærsta hér á landi. „Þetta er gríðarlega spennandi fyrir okkur Hafnfirðinga,“ segir Rósa.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert