Skyndihlýnun og lægðir á færibandi

Vindaspáin klukkan 12 á morgun.
Vindaspáin klukkan 12 á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Áframhaldandi lægðagangur verður ef marka má langtímaspár, en mögulega er von á fjórum lægðum í næstu viku, á mánudag, þriðjudag, föstudag og sunnudag. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á veðurvef sínum Bliku en bætir við að þær muni trúlega ekki flokkast sem meiriháttar. Einar segir næstu viku verða markvert hlýrri en í meðallagi, og samkvæmt spám verði úrkomusamt sunnan og vestanlands.

Þarnæstu viku gæti dregið til tíðinda, þegar því er spáð að meginháþrýstisvæði næstu viku reki frá meginlandi Evrópu til norðvesturs út á Atlantshaf. Um 60% safnspánna reikna með slíku reki. Aðeins um 10-15% þeirra spá að áframhald verði á lægðaganginum.

Það gæti séð fyrir endann á lægðaganginum.
Það gæti séð fyrir endann á lægðaganginum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá segir Einar að uppi í heiðhvolfinu verði nú að teljast verulegar líkur á því að þar verði skyndihlýnun eins og hún er kölluð um 15. febrúar. Hlýnun þar uppi hefur verið í farvatninu í langtímaspám frá því um áramót, en runnið út í sandinn, þar til nú. Skyndihlýnun eða SSW, hægir á heimskautahringrásinni og skotvindinum. Hins vegar tekur veikingu V-vinda í heiðhvolfinu gjarnan 10-14 daga að ná niður í veðrahvolfið.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert