Tómas tekur við rekstri Riverside

Hótel Selfoss.
Hótel Selfoss. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hótel Selfoss hefur náð samkomulagi við Tómas Þóroddsson um rekstur veitingastaðarins Riverside. 

Fram kemur í tilkynningu að hann hafi mikla reynslu og þekkingu þegar kemur að rekstri skemmtistaða. Hann rekur m.a. Kaffi Krús, Tryggvaskála, Messann og heilsustaðinn Vor. 

Tómas Þóroddsson.
Tómas Þóroddsson. Ljósmynd/Aðsend

„Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni og kannski hægt að segja að ég sé kominn aftur heim, því ég lærði á Hótel Selfossi, útskrifaðist sem matreiðslumaður þaðan 1993 og var svo ráðinn yfirkokkur og gegndi því starfi til 1999,“ segir Tómas í tilkynningunni. 

Hann segir skemmtilega tíma framundan: „Hér er mikið af flottu starfsfólki sem við hlökkum til að vinna með.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert