123 keyrðu of hratt á Bústaðavegi

Bústaðavegur í vesturátt.
Bústaðavegur í vesturátt. mbl.is/Árni Sæberg

Föstudagsumferðin var þung í rigningunni í Reykjavík í gær. Á Bústaðavegi voru brot 123 ökumanna í vesturátt mynduð af lögreglunni. Á aðeins einni klukkustund eftir hádegið fóru 744 ökutæki þessa leið og 17% þeirra óku of hratt. Á Bústaðavegi er 50 km hámarkshraði, en sá sem hraðast ók var á 91 km hraða.

Í Kópavoginum voru sjö ökumenn sem keyrðu of hratt á Kársnesbrautinni í austurátt, eða 4% þeirra sem óku um brautina. Meðalhraði þeirra sem fóru yfir 50 km leyfðan hraða var 63 km/klst, en sá sem hraðast ók var á 67 km hraða.

Færri keyrðu of hratt fyrr í vikunni

Á Grensásvegi var fylgst með bílum sem óku í suðurátt í fyrradag og fjórir ökumenn voru myndaðir við of hraðan akstur sem er aðeins 2% þeirra sem óku leiðina. Þegar lögreglan var við störf var skýjað og snjór.

Á Sæbrautinni voru 21 ökumenn myndaðir við of hraðan akstur á leið sinni í vesturátt frá þriðjudegi til fimmtudagsins 9. febrúar. Á þessum tveimur sólarhringum keyrðu 11.852 ökutæki þessa leið og því hlutfallslega fáir sem óku of hratt. 60 km hámarkshraði er leyfilegur en meðalhraði þeirra sem fóru yfir löglegan hraða var 80 km/klst og sá sem hraðast ók var á 91 km hraða. Tveir ökumenn keyrðu yfir á rauðu ljósi á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert