Beint: Ræða formanns Viðreisnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Landsþing Viðreisnar hófst í gær á Reykjavík Natura Hótel og stendur áfram í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, flytur ræðu sína á þinginu klukkan 10:30, en í kjölfarið fer fram kosning formanns. 

Hægt verður að fylgjast með ræðunni í meðfylgjandi streymi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er ein í framboði til formanns. Í framboði til varaformanns eru Daði Már Kristófersson, prófessor í auðlindahagfræði og sitjandi varaformaður Viðreisnar, og Erlingur Sigvaldason, kennaranemi og forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Líkt og í tilviki ritara rennur frestur til þess að skila inn framboði til varaformanns þó ekki út fyrr en klukkutíma áður en gengið er til atkvæða.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert