ESB-aðild sé leiðin að markmiðum Viðreisnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á landsþingi Viðreisnar í dag.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á landsþingi Viðreisnar í dag. mbl.is/Óttar

Ríkisstjórnin skellir skuldinni á almenning meðan hún eyðir sjálf umfram efni og er það ein helsta ástæða aukinnar verðbólgu í landinu, að mati Viðreisnarfólks. 

Þetta kemur fram í stjórnmálaályktun Viðreisnar, sem samþykkt var á landsþingi flokksins í dag. Þar segir að mikilvægasta verkefni stjórnmálanna í dag sé að verja hagsmuni heimilanna með því að sýna ábyrgð í fjármálum ríkisins. 

Vextir hér á landi eru þrefalt hærri en við sjáum í nágrannalöndunum, til að vinna á sömu verðbólgu, með alvarlegum áhrifum á heimilin í landinu.“ Þá er því haldið fram að á Íslandi ríki í raun fjölmyntakerfi sem valdi alvarlegri misskiptingu. „Því er Ísland land misskiptingar en ekki jafnra tækifæra. Til að jafna tækifærin og bæta samkeppnishæfni þarf kerfisbreytingu í peningamálum.“

Vilja fjármagnaða og tímasetta heilbrigðisáætlun

Ályktunin ber yfirskriftina „Nú er rétti tíminn“ og er þar lögð áhersla á að bæta heilbrigðisþjónustu og að vinna gegn verðbólgunni. 

Viðreisn vill markvissa sókn til að efla heilbrigðisþjónustu með tímasettri og fjármagnaðri heilbrigðisáætlun. 

„Það er ekki þágu almannahagsmuna að láta fólk bíða eftir nauðsynlegri þjónustu.“ Viðreisn telur að til þess að ná markmiðum um aðgengilega og góða heilbrigðisþjónustu þurfi að auka framlög ríkisins til heilbrigðisþjónustu og klára kostnaðargreiningu verka innan heilbrigðiskerfisins.

Heilbrigðisþjónustan þarfnist öflugrar starfsemi ríkisstofnana, almannaheillafélaga og einkaaðila og raunhæfasta leiðin til að fjármagna heilbrigðiskerfið sé að lækka vaxtaútgjöld ríkissjóðs.

Skapa þurfi gagnsæi í kvótamálum

Loks leggur Viðreisn áherslu á að hugsað verði til langs tíma í loftslags- og orkumálum. Skapa þurfi opinn og gagnsæjann markað fyrir nýtingarrétt á sjávarauðlindinni og tryggja frjálsa samkeppni. 

Lokaorð stjórnmálaályktunarinnar eru að lokaskrefið til fullrar aðildar að Evrópusambandinu sé leið að þessum markmiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert