Fimm deila þrjátíu milljónum

Peningar peningabúnt peningaseðlar seðlar þúsund krónur þúsundkallar
Peningar peningabúnt peningaseðlar seðlar þúsund krónur þúsundkallar mbl.is/Golli

Líklegt er að fimm heppnir miðaeigendur hjá Happdrætti Háskóla Íslands brosi út að eyrum í kvöld enda vænkast hagur í búi eftir að fá skattfrjálsan vinning hjá happdrættinu. 

Milljónaveltan gekk út og heppinn miðaeigandi er því orðinn tíu milljón krónum ríkari. Einnig gekk aðalvinningur út skiptist hann milli fjögurra miðaeigenda sem fá fimm milljónir króna hver. 

Þá voru tveir trompmiðaeigendur heppnir og fengu 500 þúsund á sína miða sem fimmfaldast upp í tvær og hálfa milljóna króna vinning. Þá fengu fimm miðaeigendur eina milljón hver og fjórtán fengu hálfa milljón í vinning, en alls skipta vinningshafar með sér rúmlega 143 milljónum eftir þennan úrdrátt kvöldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert