Forseti fékk bókargjöf 69 árum of seint

Jón Ferrier, Guðni Th. Jóhannesson og Ragna Þórhallsdóttir, barnabarn Ásgeirs …
Jón Ferrier, Guðni Th. Jóhannesson og Ragna Þórhallsdóttir, barnabarn Ásgeirs Ásgeirssonar, skoða bókina á Bessastöðum í gær. Gjöfin er sérútgáfa af tímaritinu Illustrated London News þar sem fjallað var um Winston Churchill. Ritið er áritað af Birni Björnssyni og Jóhanni Sigurðssyni, sem voru formenn félagsins á þeim tíma. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir

Jón Ferrier framkvæmdastjóri færði Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, gjöf frá Félagi Íslendinga í London í gær. Gjöfin er bók sem átti að berast til forseta árið 1954, en þá var Ásgeir Ásgeirsson forseti lýðveldisins. Til stóð að Guðbjörg Elínborg Þórðardóttir Ferrier, amma Jóns, kæmi með bókina til landsins þetta ár en ferðinni var frestað.

Jón segir að Guðbjörg Elínborg hafi verið einn stofnenda Félags Íslendinga í London en það félag er enn starfandi. Guðbjörg hjálpaði gjarnan Íslendingum sem áttu erindi til Lundúna. Hún var t.d. túlkur fyrir íslenska kaupmenn sem ekki kunnu ensku. Hún fékk fálkaorðuna árið 1969 fyrir starf sitt í félaginu og segir Jón ömmu sína hafa verið afar stolta af orðunni.

Til þess að fagna áttatíu ára afmæli Winstons Churchills, forsætisráðherra Bretlands, árið 1954, vildi félagið færa forseta Íslands gjöf og átti Guðbjörg að fara með gjöfina til Bessastaða.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert