Haftyrðlar í háska

Haftyrðill í Sæheimum.
Haftyrðill í Sæheimum. Ljósmynd/Margrét Lilja

Upp á síðkastið hafa Náttúrufræðistofnun Íslands borist tilkynningar um haftyrðla í vanda.

Er þá um að ræða fugla sem hafa hrakist upp á land í óveðrum og strandað þar en haftyrðlar eru ófærir um að hefja sig til flugs af landi.

Á vef stofnunarinnar segir að ef ekki sjái á fuglunum sé fólki ráðlagt að fara með þá niður að sjó og sleppa þeim þar.

Haftyrðill er hánorræn tegund og var hér sjaldgæfur varpfugl á norðanverðu landinu fram undir aldamótin síðustu.

Ekki hefur orðið vart við varp síðan þá en haftyrðlar eru algengir vetrargestir á hafinu í kringum Ísland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert