Íslenskt táknmál í nýju appi

Appið sem um ræðir.
Appið sem um ræðir. Ljósmynd/Aðsend

Í tilefni 60 ára afmælis Félags heyrnarlausra þann 11. febrúar 2020 lét félagið hanna nýtt app á íslensku táknmáli fyrir bæði android og ios stýrikerfi og gefa almenningi.

Smáforritið er nú tilbúið til notkunar fyrir alla snjallsíma.

Félagið hvetur fólk í tilkynningu til að hlaða ÍTM-appinu niður á Playstore eða Appstore í símann sinn.

„Forritið hjálpar fólki með að læra táknmál og er gott tæki til að aðstoða við samskipti milli heyrandi og döff,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert