Sækist áfram eftir varaformennsku

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs tilkynnti á flokksráðsfundi VG, sem nú stendur yfir í Hafnarfirði, að hann sækist eftir varaformennsku í hreyfingunni áfram.

Hann og Katrín Jakobsdóttir, formaður og forsætisráðherra, fluttu bæði ræður til félaganna fyrir fullu húsi í  golfskála Keilis í Hafnarfirði í morgun, að því er segir í tilkynningu.

Jana Salóme.
Jana Salóme. Ljósmynd/Aðsend

Breytingar eru fyrirsjáanlegar í stjórn VG á landsfundi í mars, því Sóley Björk Stefánsdóttir, ritari hreyfingarinnar, tilkynnti í morgun að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi VG á Akureyri, tilkynnti að hún myndi sækjast eftir kjöri í embætti ritara.  

Þá verður einnig kosið um gjaldkera VG á landsfundi, almenna stjórnarmenn og varafulltrúa. Framboðsfrestur til stjórnar VG rennur út í byrjun landsfundarhelgar sem fer fram 17. – 19. mars á Akureyri.

Nokkrar ályktanir, almenn stjórnmálaályktun og fjórar aðrar liggja fyrir flokksráðsfundi til afgreiðslu síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert