Skilti, þakplötur og vinnupallar fjúka

Svölum bjargað í fjölbýlishúsi.
Svölum bjargað í fjölbýlishúsi. Ljósmynd/Landsbjörg

Flestar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til aðstoðar vegna óveðursins sem gengur núna yfir landið. Flest verkefnin snúast um foktjón.

Á meðal verkefna á borði björgunarsveitanna er klæðning sem losnaði af Urriðaholtsskóla, skilti sem losnaði af Arnarnesbrú og plötur sem fuku á Ártúnshöfða.

Björgunarsveitarmenn eiga við skilti á Arnarneshæð.
Björgunarsveitarmenn eiga við skilti á Arnarneshæð. Ljósmynd/Landsbjörg

Í Breiðholti hafa þakplötur losnað á nokkrum stöðum og í Kópavogi á fólk í vandræðum með að loka hjá sér svölunum, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Klæðning fauk af Urriðaholtsskóla í morgun.
Klæðning fauk af Urriðaholtsskóla í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Girðingar í kringum nýbyggingar hafa einnig losnað, auk þess sem flutningakassi á flutningabíl sprakk með þeim afleiðingum að það fauk úr honum niður á götu.

Vinnupallar hafa sömuleiðis farið af stað á Seltjarnarnesi, stórt skilti brotnaði í Skeifunni og þakplötur hafa losnað af íþróttahúsi Verslunarskólans.

Í Búðardal var einnig óskað eftir aðstoð björgunarsveita eftir að þakplötur losnuðu þar.

Lokað hjá Sorpu vegna veðurs

Lokað verður á endurvinnslustöðvum Sorpu í Ánanaustum og við Breiðhellu í dag vegna veðurs, að því er kemur fram í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert