Spáð mikilli úrkomu og hvassviðri

Kort/Veðurstofa Íslands

Appelsínugular- og gular viðvaranir verða í gildi á landinu í dag. Spáð er mikilli úrkomu og hvassviðri og má því búast við vatnavöxtum í ám og lækjum. Áframhaldandi úrkomu er spáð næstu daga.

Í dag er spáð vaxandi sunnan- og suðvestan átt, 18-28 metrum á sekúndu eftir hádegi og verður hvassast um norðvestanvert landið. Skúrir verða, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 4 til 9 stig.

Dregur úr vindi í kvöld og í nótt. Sunnan og suðvestan 5-13 m/s og él verða á morgun, en áfram þurrt norðaustantil. Hiti verður í kringum frostmark.

Vaxandi suðaustanátt verður með rigningu sunnantil annað kvöld.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert