Verkfall olíubílstjóra bítur fljótt

Eldsneytisbirgðir á stöðvum N1 duga aðeins til nokkurra daga. Reynt …
Eldsneytisbirgðir á stöðvum N1 duga aðeins til nokkurra daga. Reynt er eftir föngum að undirbúa aðsteðjandi verkfall flutningamanna mbl.is/Sigurður Bogi

„Við reynum eftir bestu getu að undirbúa okkur fyrir aðsteðjandi verkfall, en ef til þess kemur, koma áhrifin mjög sterkt fram eftir mjög fáa daga,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.

Flutningabílstjórar sem eru í Eflingu – stéttarfélagi og starfa hjá Olíudreifingu, Samskipum og Skeljungi, hafa samþykkt boðun verkfalls sem hefst á hádegi næstkomandi miðvikudag, 15. febrúar, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Áhrifanna af aðgerðum þessum gætir fljótt.

Olíudreifing sér um flutninga á eldsneyti á þjónustustöðvar N1 á höfuðborgarsvæðinu og út frá því austur á Kirkjubæjarklaustur og norður í land, að Snæfellsnesi og Vestfjörðum frátöldum. Þá geta flutningar á öðrum aðföngum á stöðvarnar, svo sem dagvöru, einnig riðlast fljótt, segir framkvæmdastjórinn.

Á stærstu stöðvum N1 á suðvesturhorni landsins, þar sem viðskiptin eru mest, séu að jafnaði eldneytisbirgðir í tönkum til tveggja til þriggja daga í senn. Á öðrum stöðvum dugi skammturinn kannski í eina viku, miðað við algeng dagsviðskipti.

Hinrik Örn Bjarnason minnir þó á að lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir …
Hinrik Örn Bjarnason minnir þó á að lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og aðrir slíkir sem sinna neyðarþjónustu fái þó áfram eldsneyti afgreitt. Undanþágur á afgreiðslu til þeirra séu og verði þó á hendi verkfallsstjórnar Eflingar. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert