Él og hiti nálægt frostmarki

Búist er við éljagangi í dag.
Búist er við éljagangi í dag. mbl.is/Eggert

Spáð er hægt minnkandi suðvestanátt í dag. Él verða og hiti nálægt frostmarki, en úrkomulítið verður á Norðaustur- og Austurlandi.

Það verður suðlæg átt, 5-13 m/s, þegar kemur fram á daginn. Vaxandi suðaustanátt og rigning eða slydda í kvöld, einkum sunnan- og vestanlands. Hlýnar aftur.

Sunnan 15-23 m/s verða á morgun og rigning, en lengst af þurrt norðanlands. Styttir upp að mestu allra vestast annað kvöld. Hiti verður víða á bilinu 5 til 10 stig.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert