Erindi ekki borist um að taka við særðum hermönnum

Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans.
Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Arnþór

Form­legt er­indi um að Land­spít­al­inn taki við særðum her­mönn­um frá Úkraínu hef­ur ekki borist spít­al­an­um núna en það mun vafa­lítið ger­ast.

Þetta seg­ir Run­ólf­ur Páls­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, spurður út í um­mæli heil­brigðisráðherra í há­deg­is­frétt­um RÚV um að særðir úkraínsk­ir her­menn gætu verið á leið til lands­ins á næstu vik­um.

Run­ólf­ur vill ann­ars ekki tjá sig frek­ar um málið að svo stöddu en seg­ir að þessi mögu­leiki hafi verið einn af þeim sem rædd­ur var við stjórn­völd í byrj­un stríðsins.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Allt yf­ir­fullt í Póllandi 

Pólsk sjúkra­hús hafa tekið við lang­flest­um særðum úkraínsk­um her­mönn­um und­an­farna mánuði. Þau eru aft­ur á móti orðin yf­ir­full. Önnur Evr­ópu­lönd hafa boðist til að koma þeim til aðstoðar.

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra sagði við RÚV að það eigi eft­ir að meta hvernig staðið verður að verk­efn­inu. Það verður gert í sam­ráði við sjúkra­hús hér­lend­is, ut­an­rík­is­ráðuneytið og úkraínsk stjórn­völd. Vissu­lega sé skort­ur á legu­rým­um en Íslend­ing­ar séu af­lögu­fær­ir að hans mati.

Ekki náðist í Will­um Þór við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert