Gul viðvörun gefin út

Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun hefur verið gefin út vegna veðurs á Breiðfirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra og Ströndum.

Viðvörunin tekur gildi á Breiðafirði á miðnætti en í hinum tveimur landshlutunum klukkan tvö í nótt. Verður hún í gildi þangað til seinnipartinn á morgun, að sögn Veðurstofunnar.

Spáð er sunnan 15-23 metrum á sekúndu og verða snarpar vindhviður við fjöll. Veðrið er varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert