Íslensk pysja prýðir forsíðu Smithsonian

Hér má sjá forsíðuna á Smithsonian-tímaritinu, sem kemur út í …
Hér má sjá forsíðuna á Smithsonian-tímaritinu, sem kemur út í mars. Ljósmynd/Náttúrustofa Suðurlands

Íslensk pysja prýðir næstu forsíðu Smith­soni­an-tíma­rits­ins, sem er eitt stærsta vís­inda­tíma­ritið fyr­ir al­menn­an markað. Tölu­blaðið er ekki komið út en það er vænt­an­legt í mars. 

Fyr­ir­sögn­in er „Að bjarga lundaung­un­um“ (e. Sa­ving the baby puff­in). Um er að ræða grein sem er helst byggð á viðtali við Erp Snæ Han­sen, for­stöðumann á Nátt­úru­stofu Suður­lands. 

Erp­ur hef­ur verið í for­svari fyr­ir rann­sókn­ir á ís­lenska lunda­stofn­in­um, en í grein­inni legg­ur hann áherslu á nýj­ustu niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar, sem eru tald­ar varpa ljósi á það hvað skýri hina um­tals­verðu fækk­un síðustu ára. 

Í sam­tali við mbl.is bend­ir Erp­ur á að árið 1995 hafi lunda­stofn­inn talið um 18,5 millj­ón­ir fugla. Síðan þá hef­ur stofn­inn minnkað um 70 pró­sent.

Erp­ur tel­ur því ljóst að sjálf­bær­ar lunda­veiðar hafi ekki átt sér stað frá því árið 1995. 

Lundinn á undir högg að sækja en hann nýtur mikillar …
Lund­inn á und­ir högg að sækja en hann nýt­ur mik­ill­ar vel­vild­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Nátt­lömp­um fækk­ar og kís­ilstyrk­ur lækk­ar

Nýj­ustu niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar benda til þess að þessa fækk­un megi einkum rekja til tveggja þátta. Ann­ars veg­ar til reglu­bund­inn­ar fækk­un­ar í stofni fiski­teg­und­ar­inn­ar nátt­lampa, sem er helsta fæða lunda yfir vetr­ar­tím­ann.

Erpur Snær Hansen líffræðingur.
Erp­ur Snær Han­sen líf­fræðing­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hins veg­ar virðist kís­ilstyrk­ur í haf­inu vera að ná nýj­um lægðum. Það valdi seink­un á vor­blómg­un þör­unga, sem hafi svo keðju­verk­andi áhrif upp fæðukeðjuna.

Lirf­ur sem klekj­ast út og nær­ast á grasbít­um sem nær­ast á þör­ung­un­um, deyi áður en þör­ung­arn­ir blómstra og þar með mynd­ist ósam­ræmi í fæðukeðjunni, eða svo­kallað tropical temporal mis­match. Það geti skýrt nýliðun­ar­bresti fiski­teg­unda og til að mynda það hvort mak­ríll komi eða komi ekki. 

„Lund­inn er í raun besta leiðin til mæla þetta, en Hafró (Haf­rann­sókn­ar­stofn­un) mæl­ir þetta bara fjór­um sinn­um á ári, meðan við erum með stöðugt eft­ir­lit með lund­un­um og hvenær pysj­urn­ar eru að klekj­ast út.“

Útbúa veiði- og verndaráætl­un

Rann­sókn­ir Erps eru vita­skuld at­hygl­is­verðar og með þeim fæst mik­il­væg inn­sýn í líf­ríkið. Erp­ur seg­ir það þó hjálpa til að lund­arn­ir séu með fal­leg­ustu dýr­um jarðar. 

„Lund­inn fær mikla at­hygli út á að vera svona sæt­ur.“

Erp­ur á fund í vik­unni með full­trú­um Um­hverf­is­stofn­un­ar og fleiri hags­munaaðila. „Við ætl­um að búa til veiði- og verndaráætl­un fyr­ir lunda og reynd­ar rjúpu líka, þannig það er ým­is­legt að ger­ast.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert