Notuðu garðslöngu og slökkvitæki

Tilkynnt var um eld í tveimur ruslageymslum og björguðu reykskynjarar að ekki fór verr. Annar eldurinn var í fjölbýlishúsi í Skipholti. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru íbúarnir að mestu búnir að slökkva eldinn með garðslöngu og slökkvitæki þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Eldurinn í hinni ruslageymslunni kviknaði í Vesturbænum.

Slökkviliðið fór í tæpa eitt hundrað sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn og voru alls sex útköll skráð á dælubíla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert