Sofandi með fullan þunga á bensíngjöfinni

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til­kynnt var um öku­mann sof­andi und­ir stýri. Þegar lög­regl­an kom á vett­vang svaf ökumaður­inn í bíl­stjóra­sæt­inu með full­an þunga á bens­ín­gjöf­inni með til­heyr­andi lát­um. Illa gekk að ná sam­bandi við hann sök­um ástands.

Ökumaður­inn var hand­tek­inn grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna, flutt­ur á stöð þar sem hann lét í té blóð- og þvag­sýni. Hann var lát­inn laus að sýna­töku lok­inni.

Hótaði að beita skot­vopni 

Ein­stak­ling­ur gekk ber­serks­gang inni á at­hafna­svæði lög­regl­unn­ar í Hafnar­f­irði. Lög­reglu­menn gáfu sig á tal við viðkom­andi sem sýndi ógn­andi hegðun og hótaði að beita skot­vopni. Ein­stak­ling­ur­inn reynd­ist sem bet­ur fer óvopnaður. Hann var yf­ir­bugaður og vistaður í fanga­klefa fyr­ir að hafa ekki hlýtt fyr­ir­mæl­um og brotið lög­reglu­samþykkt Hafna­fjarðar.

Lögreglan í miðbæ Reykjavíkur.
Lög­regl­an í miðbæ Reykja­vík­ur. mbl.is/​Arnþór

Kýld­ur í and­litið 

Ökumaður hafði sam­band við lög­reglu og til­kynnti um lík­ams­árás. Hann sagði tvo ein­stak­linga hafa sest inn í bif­reiðina hjá sér án leyf­is og ann­ar þeirra hefði kýlt hann í and­litið. Þeir hefðu síðan flúið. Málið er í rann­sókn, að því er seg­ir í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem greint er frá því sem gerðist frá klukk­an 17 í gær­kvöldi til klukk­an 5 í morg­un. Alls komu 99 mál á borð lög­regl­unn­ar og voru átta vistaðir í fanga­klefa.

Tók starfs­mann hálstaki

Til­kynnt var  um þjófnað og lík­ams­árás í fyr­ir­tæki í Breiðholti. Tveir eru grunaðir um þjófnað en þegar starfsmaður reyndi að ná tali af þeim veitt­ist ann­ar þeirra að hon­um og færði hann í hálstak. Vitni kom starfs­mann­in­um til bjarg­ar og aðstoðaði hann við það að losna úr hálstak­inu.

Hópslags­mál á skemmti­stað

Til­kynnt var um hópslags­mál á skemmti­stað í miðborg Reykja­vík­ur. Lög­regla fór á vett­vang, fékk framb­urði frá vitn­um og leitaði að söku­dólg­un­um. Einnig barst til­kynn­ingu um slags­mál fyr­ir utan veit­ingastað í miðbæ Reykja­vík­ur. Lög­regl­an óskaði eft­ir sjúkra­liði vegna áverka á ein­um sem varð fyr­ir árás­inni. Málið er í rann­sókn.

Lög­regla hafði af­skipti af fjöl­mennri skemmt­un á veit­ingastað í Árbæn­um þar sem flest­ir gest­ir voru und­ir 20 ára. Dyra­vörslu var sinnt án til­skil­inna rétt­inda og staður­inn var ekki með til­skil­in leyfi.

Tveir með hnífa

Til­kynn­ing barst um­dæmi lög­regl­unn­ar í Hafnar­f­irði og Garðabæ um ein­stak­ling í ann­ar­legu ástandi með hníf sem hann sýndi þeim sem til­kynnti málið til lög­reglu. Þeim síðar­nefnda leist ekki á blik­una og lét sig hverfa frá staðnum en tók það samt fram að sá sem var með hníf­inn hefði ekki verið ógn­andi. Þegar lög­regl­an kom á vett­vang var sá með hníf­inn far­inn af vett­vangi.

Lög­regl­an hafði af­skipti af ein­stak­lingi sem var grunaður um þjófnað í hverfi 104 í Reykja­vík. Við ör­ygg­is­leit fannst hníf­ur með 8 sm blaði og er hann því einnig grunaður um vopna­laga­brot.

Lögreglan að störfum í miðbæ Reykjavíkur.
Lög­regl­an að störf­um í miðbæ Reykja­vík­ur. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Lyft­ara stolið

Skot­bóm­u­lyft­ara var stolið frá fyr­ir­tæki í miðbæ Reykja­vík­ur. Lyft­ar­inn fannst stuttu seinna skammt frá at­hafna­svæði fyr­ir­tæk­is. Eng­inn er grunaður um verknaðinn að svo stöddu og málið er í rann­sókn.

Um­ferðarslys varð í Háa­leit­is- og Bú­staðahverf­inu. Mikið tjón varð á bif­reiðunum tveim­ur og þær óöku­fær­ar en einnig skemmd­ist um­ferðar­viti. Óljóst er um slys á fólki. Skýrsla var rituð um málið.

Ljós­kast­ari en ekki eld­ur

Til­kynnt var um eld í hverfi 108 í Reykja­vík. Lög­regl­an var send á vett­vang til að kanna málið. Sá sem til­kynnti skoðaði aðstæður bet­ur, hafði sam­band við lög­regl­una og staðfesti að um ljós­kast­ara hefði verið að ræða en ekki eld.

Ein­stak­ling­ur áreitti gesti í sam­kvæmi í um­dæmi lög­regl­unn­ar í Hafnar­f­irði og Garðabæ. Hann neitaði að yf­ir­gefa vett­vang, fór ekki eft­ir fyr­ir­mæl­um og var með ógn­andi til­b­urði gagn­vart lög­reglu. Ein­stak­ling­ur­inn var hand­tek­inn og flutt­ur á lög­reglu­stöð 1 þar sem hann gisti fanga­klefa.

Nokkuð var einnig um akst­ur öku­manna und­ir áhrif­um vímu­efna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert