Stuðningur við ESB-aðild meiri en andstaðan

Sé einungis horft til þeirra sem tóku afstöðu, eru 53,3 …
Sé einungis horft til þeirra sem tóku afstöðu, eru 53,3 prósent hlynnt inngöngu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Niður­stöður könn­un­ar Maskínu, sem unn­in var fyr­ir Evr­ópu­hreyf­ing­una, sýna að fleiri eru fylgj­andi því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið en mót­falln­ir.

Könn­un­in var gerð í byrj­un fe­brú­ar. Leiddi hún í ljós að 40,8 pró­sent svar­enda eru hlynnt því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið, en 36,9 pró­sent eru því and­víg. 

Sé ein­ung­is horft til þeirra sem tóku af­stöðu, eru 53,3 pró­sent hlynnt inn­göngu. 

„Þetta er í fyrsta sinn frá því mæl­ing­ar Maskínu (áður MMR) hóf­ust, árið 2011, sem við sjá­um að stuðning­ur við inn­göngu er meiri en andstaðan og kannski er það ein­fald­lega vegna þess að við erum að stíga meir og meir upp úr skot­gröf­un­um og horfa á mál­in af meiri yf­ir­veg­un,“ seg­ir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, formaður Evr­ópu­hreyf­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi þingmaður Viðreisn­ar, í til­kynn­ingu.

Evrópuhreyfingin stóð fyrir könnuninni.
Evr­ópu­hreyf­ing­in stóð fyr­ir könn­un­inni. AFP

Fleiri vilji þjóðar­at­kvæðagreiðslu

Í könn­un sem Maskína lagði fyr­ir í des­em­ber 2022 var spurt um af­stöðu fólks gagn­vart því að halda þjóðar­at­kvæðagreiðslu um að Ísland tæki aft­ur upp aðild­ar­viðræður við ESB.

Tæp­ur helm­ing­ur þjóðar­inn­ar, eða 48%, var fylgj­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu um slíkt, en ef ein­ung­is er horft til þeirra sem tóku af­stöðu voru 66% hlynnt því.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert