Manuel Schembri, vínþjónn á veitingastaðnum Brút, hafnaði í gær í 14. sæti í alþjóðlegri vínþjónakeppni, sem talin er sú stærsta og erfiðasta sinnar tegundar í heiminum. Keppnin er haldin af Alþjóðasamtökum vínþjóna og hófu 65 vínþjónar frá 65 löndum leika á þriðjudaginn síðasta.
„Þetta var frekar einfaldur dagur, en erfiður,“ segir Manuel um fyrsta dag keppninnar, þar sem keppendur þurftu að svara 100 spurningum um vín og sýna listir sínar fyrir dómnefnd. Manuel komst í gegn og hélt því áfram í undanúrslitin að degi liðnum.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.