Hækkandi meðalaldur og fólksfjölgun á Íslandi ræður því að búist er við mikilli fjölgun krabbameinstilfella hérlendis á næstu árum.
Nú greinast um 1.800 manns á ári með krabbamein en ætla má að fjöldinn verði kominn í um 2.800 árið 2040.
„Almenningur og stjórnvöld þurfa að vera meðvituð um þá þróun sem fram undan er að óbreyttu og þessu þarf að bregðast við með áherslum og aðgerðum í heilbrigðiskerfinu. Slíkt nær þá til forvarna, lækninga og endurhæfingar; heildrænnar sýnar um að Ísland sé raunverulega heilsueflandi samfélag,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.