Anton Guðjónsson
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur sent Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumarkaðsráðherra erindi þar sem hann biðst lausnar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.
Landsréttur hafnaði í dag kröfu ríkissáttasemjara í innsetningarmáli embættisins gegn Eflingu um að fá afhenta kjörskrá félagsins vegna miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari setti fram.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði í dag niðurstöðu Landsréttar áfellisdóm yfir vinnubrögðum ríkissáttasemjara. Aðalsteinn er því ósammála.
„Nei. Ég tel að ég hafi gert skyldu mína með því að leggja fram miðlunartillöguna og að það hafi verið það eina verkfæri sem ég gat gripið til á þessum tímapunkti. Það er staðfest í þessum dómi að miðlunartillagan er löglega framsett,“ segir Aðalsteinn í samtali við mbl.is.