Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að svíkja tæplega 20 milljónir undan skatti með því að hafa ekki gefið upp samtals 45 milljónir í tekjur á árunum 2017 til 2019.
Í ákærunni kemur fram að vanframtaldar tekjur mannsins fyrir árið 2017 hafi verið 11,3 milljónir og vangreiddur tekjuskattur af því 4,8 milljónir. Árið 2018 hafi vanframtaldar tekjur verið 95 þúsund og árið 2019 hafi vanframtaldar tekjur verið 33,7 milljónir og vangreiddur tekjuskattur og útsvar 19,7 milljónir.