Aukin hætta á krapaflóðum og skriðum

Krapaflóð á Patreksfirði í lok janúar.
Krapaflóð á Patreksfirði í lok janúar. Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson

Líkur hafa aukist á á skriðum, grjóthruni og jafnvel krapaflóðum þar sem snjór er í giljum vegna aðstæðna í dag og á morgun. 

Í færslu á vef Veðurstofu Íslands segir að veðurspáin gerir aftur ráð fyrir talsverðum hlýindum um allt land næstu tvo daga samfara hvassri eða allhvassri sunnanátt.

Búast má við vætu og kröftugum leysingum í flestum landshlutum en mjög mikilli úrkomu á sunnan-, suðaustan- og vestanverðu landinu í dag og á morgun. 

Mestu hlýindin verða með suðurströndinni og á norðvestanverðu landinu. 

Veðurspáin gerir svo ráð fyrir að það kólni aftur aðfaranótt miðvikudags og samhliða ætti að draga úr hættu á krapaflóðum og skriðuföllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert