Stéttarfélagið Efling hefur boðað til atkvæðagreiðslu um fleiri verkföll.
Verkfallsboðunin tekur meðal annars til þeirra sem starfa við ræstingastörf hjá ræstingafyrirtækjum, öryggisvörslu og allra sem starfa á hótelum og gistihúsum.
Um er að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem hefst klukkan 12 á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar næstkomandi, nema kjarasamningar hafi tekist eða vinnustöðvun verði frestað fyrir þann tíma.
Atkvæðagreiðsla hefst á fimmtudaginn, 16. febrúar, og lýkur næsta mánudag, 20. febrúar.
Uppfært klukkan 12.16:
Boðanirnar eru eftirfarandi:
Fyrri þrjár verkfallsboðanir félagsins voru samþykktar með afgerandi meirihluta og góðri kjörsókn. Atkvæðagreiðslur hefjast klukkan 12 á hádegi á fimmtudag og þeim lýkur klukkan 18 á mánudag eftir viku, að því er segir í tilkynningu frá Eflingu.