Hátt í 15 gráða hiti á Siglufirði

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. mbl.is/Bjarni Helgason

Veðrið í dag verður seint kennt við sumarið en hitastigið var þó ekki fjarri lagi sums staðar. Mesti hitinn á landinu náði liðlega 15 gráðum.

Hæsti hitinn á láglendi síðastliðinn sólarhring mældist við Sauðanesvita við Siglufjörð en þar var hann 14,9 gráður.

Svipað hitastig var á Siglufirði eða 14,5 gráður, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Um nær allt land var hitastigið yfir frostmarki síðastliðinn sólarhring, fyrir utan á Eyrarfjalli við Flateyri, en þar mældist hitinn -0,2 gráður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert