Í dag má búast við hvassri sunnanátt um vestan- og norðanvert landið, frá Hvalfirði og norður og austur að Fagradal, með hviðum um 35 m/s í vindstrengjum við fjöll.
Í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að það muni lægja eftir klukkan 15 vestantil og í kvöld eystra.
Hlýtt verður í veðri, en víða lélegt skyggni í talsverðri eða mikilli rigningu.
Því varar Vegagerðin við hættu á brotholum í malbiki vegna leysinga víða og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát.