Hvöss sunnanátt víða

Vindaspáin á landinu kl. 12 í dag.
Vindaspáin á landinu kl. 12 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Í dag má búast við hvassri sunnanátt um vestan- og norðanvert landið, frá Hvalfirði og norður og austur að Fagradal, með hviðum um 35 m/s í vindstrengjum við fjöll.

Í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að það muni lægja eftir klukkan 15 vestantil og í kvöld eystra. 

Hlýtt verður í veðri, en víða lélegt skyggni í talsverðri eða mikilli rigningu.

Því varar Vegagerðin við hættu á brotholum í malbiki vegna leysinga víða og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát. 

Veðurvefur mbl.is. 

Hlýtt verður í veðri, en víða lélegt skyggni í talsverðri …
Hlýtt verður í veðri, en víða lélegt skyggni í talsverðri eða mikilli rigningu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert