Jóna Katrín Hilmarsdóttir hefur verið skipuð nýr skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Hún tekur til starfa á miðvikudaginn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.
Jóna Katrín lauk M.Paed-prófi í ensku við Háskóla Íslands árið 2010 og lauk kennslufræðinámi á meistarastigi sama ár. Þar að auki er hún með viðbótardíplómu í opinberri stjórnsýslu.
Hún hefur starfað við menntamál í rúmlega fimmtán ár og hefur kennt ensku í skólum og á námskeiðum ætluðum fullorðnum. Hún hefur verið menntaskólakennari við Menntaskólann að Laugarvatni frá árinu 2010. Einnig hefur hún starfað sem fagstjóri og áfangastjóri.
Jóna Katrín hefur tvisvar áður setið í stóli skólameistara, annars vegar frá september 2020 til mars 2021 og svo frá mars 2022 til og með janúar 2023.