Jóna Katrín nýr skólameistari

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur skipað Jónu Katrínu í starf skólameistara …
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur skipað Jónu Katrínu í starf skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Jóna Katrín Hilm­ars­dótt­ir hef­ur verið skipuð nýr skóla­meist­ari Mennta­skól­ans að Laug­ar­vatni. Hún tek­ur til starfa á miðviku­dag­inn.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá mennta­málaráðuneyt­inu. 

Jóna Katrín lauk M.Paed-prófi í ensku við Há­skóla Íslands árið 2010 og lauk kennslu­fræðinámi á meist­ara­stigi sama ár. Þar að auki er hún með viðbótardíplómu í op­in­berri stjórn­sýslu.

Hún hef­ur starfað við mennta­mál í rúm­lega fimmtán ár og hef­ur kennt ensku í skól­um og á nám­skeiðum ætluðum full­orðnum. Hún hef­ur verið mennta­skóla­kenn­ari við Mennta­skól­ann að Laug­ar­vatni frá ár­inu 2010. Einnig hef­ur hún starfað sem fag­stjóri og áfanga­stjóri.

Jóna Katrín hef­ur tvisvar áður setið í stóli skóla­meist­ara, ann­ars veg­ar frá sept­em­ber 2020 til mars 2021 og svo frá mars 2022 til og með janú­ar 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert