Meirihluti frá Venesúela

Samsett mynd

900 af 1.400 um­sókn­um um alþjóðlega vernd, sem bíða af­greiðslu hjá Útlend­inga­stofn­un, eru frá rík­is­borg­ur­um Venesúela. Ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki í land­inu benti viðskipta­vin­um sín­um á að koma til Íslands til þess að njóta rétt­inda sem hæl­is­leit­end­ur fái, séu um­sókn­ir þeirra samþykkt­ar.

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra seg­ir dæmi sem þessi öm­ur­leg. Stjórn­völd hafi gert sér grein fyr­ir þeim. „Við búum við það að kær­u­nefnd út­lend­inga­mála komst að þeirri niður­stöðu að borg­ur­um frá Venesúela skyldi veitt hér sér­stök viðbót­ar­vernd. Það er eitt af því sem við veit­um um­fram aðrar Evr­ópuþjóðir,“ seg­ir hann í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Við þessu verðum við að bregðast vegna þess að þró­un­in í þess­um mál­um get­ur ekki haldið áfram með þeim hætti sem verið hef­ur,“ seg­ir Jón.

Hon­um sé kunn­ugt um að stofn­un­in afli gagna um aðstæður í land­inu. Úrsk­urður­inn var kveðinn upp í júlí á síðasta ári og hef­ur bundið hend­ur stofn­un­ar­inn­ar.

Útlend­inga­stofn­un seg­ir um­sókn­ir hæl­is­leit­enda frá Venesúela ekki hafa verið af­greidd­ar jafn­hratt síðustu vik­ur og vik­urn­ar þar á und­an, en viðtöl eru áfram tek­in við um­sækj­end­ur. Stofn­un­in er sam­hliða því að rýna heim­ild­ir og afla frek­ari upp­lýs­inga um ástandið í land­inu.

Árið 2022 var 4.518 manns veitt alþjóðleg vernd hér á landi, þar af 2.345 frá Úkraínu, 1.199 frá Venesúela og 232 frá Palestínu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka