Mikið hvassviðri á Snæfellsnesi

Björgunarsveitarmenn við störf í miklu hvassviðri á Snæfellsnesi í dag.
Björgunarsveitarmenn við störf í miklu hvassviðri á Snæfellsnesi í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Mikið hvassviðri er á Snæfellsnesi þessa stundina og hefur björgunarsveitin Lífsbjörg verið kölluð út til aðstoðar.

Vindur hefur náð upp í 38 til 40 metra á sekúndu í hviðum.

Sveitin hefur sinnt ýmsum verkefnum í dag, svo sem að festa niður þakplötur og þakkant, fært til húsbíl sem var við það að fjúka, fest landfestar og tryggt kofa sem fauk á hliðina.

Björgunarsveitarmenn við störf í miklu hvassviðri á Snæfellsnesi í dag.
Björgunarsveitarmenn við störf í miklu hvassviðri á Snæfellsnesi í dag. Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert