Örtröð við bensínstöðvar

Beðið eftir eldsneyti á Orkunni við Dalveg.
Beðið eftir eldsneyti á Orkunni við Dalveg. mbl.is/Björn Jóhann

Örtröð hefur myndast við bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hafa langar bílaraðir verið við bensíndælurnar í dag. 

Ætla má að aðsteðjandi verkfall olíubílstjóra, sem að öllu óbreyttu hefst á hádegi á miðvikudaginn, hafi eitthvað með þetta að gera. 

Borið hefur á því að fólk geri sér ferð í verk­færa­versl­an­ir í því skyni að kaupa bens­ín­brúsa til að búa sig und­ir verkfallið.

Röð við Atlantsolíu.
Röð við Atlantsolíu. mbl.is/Ari Páll

Birgðir til tveggja eða þriggja daga

Hinrik Örn Bjarna­son framkvæmdastjóri N1 sagði við Morgunblaðið í síðustu viku að áhrif mögulegs verkfalls gætu komið mjög sterkt fram eftir mjög fáa daga. 

Á stærstu stöðvum N1 á suðvest­ur­horni lands­ins, þar sem viðskipt­in eru mest, séu að jafnaði eld­neyt­is­birgðir í tönk­um til tveggja til þriggja daga í senn. Á öðrum stöðvum dugi skammt­ur­inn kannski í eina viku, miðað við al­geng dagsviðskipti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert