Túlkun vinnulöggjafarinnar sögð í uppnámi

Frá fundi Eflingar og SA í húsi ríkissáttasemjara fyrr á …
Frá fundi Eflingar og SA í húsi ríkissáttasemjara fyrr á árinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ljóst að túlkun vinnulöggafarinnar sé í uppnámi í kjölfar niðurstöðu Landsréttar sem dæmdi Eflingu í hag í dag.

Lands­rétt­ur hafnaði í dag kröfu rík­is­sátta­semj­ara í inn­setn­ing­ar­máli embætt­is­ins gegn Efl­ingu um að fá af­henda kjör­skrá fé­lags­ins vegna miðlun­ar­til­lögu sem rík­is­sátta­semj­ari setti fram.

Tillagan lögmæt en afhending ekki

Í tilkynningu frá SA segir ljóst að núverandi verkfallahrina muni halda áfram að öllu óbreyttu. Upplýsingafundur hefur verið boðaður fyrir félagsmenn á morgun.

„Samtök atvinnulífsins róa nú öllum árum að því að bregðast við nýjustu fréttum og lágmarka allt tjón sem þessi framvinda veldur. Ljóst er að túlkun vinnulöggjafarinnar er í uppnámi,“ er haft eftir Halldóri í tilkynningunni.

Hann segir miðlunartillöguna vera lögmæta en afhending kjörskrár ekki, sem sé þó forsenda atkvæðagreiðslu svo miðlunartillagan öðlist gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert