Umferðarslys á Reykjanesbraut

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu sinn­ir nú út­kalli vegna um­ferðarslyss á Reykja­nes­braut.
Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu sinn­ir nú út­kalli vegna um­ferðarslyss á Reykja­nes­braut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu sinn­ir nú út­kalli vegna um­ferðarslyss á Reykja­nes­braut en vakt­haf­andi varðstjóri þar get­ur ekki veitt nein­ar upp­lýs­ing­ar um eðli slyss­ins eða al­var­leika eins og sak­ir standa.

Upp­fært 08:57

Reykja­nes­braut er lokuð í báðar átt­ir vegna slyss­ins, á ein­breiða kafl­an­um sunn­an við ál­verið. Þetta kem­ur fram í færslu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu á Face­book. 

Um­ferð er beint um Krýsu­vík­ur­veg á meðan veg­ur­inn er lokaður.

Upp­fært 09:07

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliði er um að ræða árekst­ur tveggja bif­reiða og voru tveir flutt­ir á sjúkra­hús í kjöl­farið. Tvær dælu­bif­reiðar og þrjár sjúkra­bif­reiðar fóru á vett­vang ásamt lög­reglu.

Upp­fært 10:20

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliði var bif­reiðunum ekið hvorri fram­an á aðra og eru meiðsl ann­ars þeirra, sem flutt­ur var á slysa­deild, al­var­leg en hann er þó með meðvit­und. Hinn kom sér á slysa­deild af eig­in ramm­leik. Beita þurfti klipp­um til að ná þeim sem verr slasaðist út úr bif­reiðinni. Búið er að opna Reykja­nes­braut á ný í báðar átt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert