Veginum lokað við Stóru-Laxá

Kort/Vegagerðin

Vegna vatnavaxta hefur Skeiða- og Hrunamannavegi (30) verið lokað við Stóru-Laxá að nýju.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Í henni segir að búast megi við að vegurinn verði lokaður í a.m.k. sólarhring, þar til síðdegis á morgun.

Bent er á hjáleiðir um Skálholtsveg (31), Biskupstungnabraut (35) og Bræðratungnaveg (359).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert