Ástráður boðar til fundar

Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA, …
Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA, þar sem Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru í forsvari. Samsett mynd

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, hefur boðað samninganefndir félaganna til sáttafundar.

Þetta staðfestir Ástráður í samtali við mbl.is. Verður fundurinn haldinn í Karphúsinu klukkan níu í fyrramálið.

Á eftir að skoða málið

Spurður hvort hann telji sig skuldbundinn af samkomulagi fyrrverandi ríkissáttasemjara, þess efnis að úrskurður Landsréttar yrði ekki kærður til æðra dómsstigs, kveðst hann eiga eftir að skoða málið.

Verkfall hefst á hádegi

Ástráður var settur í embættið í dag eftir að Aðalsteinn Leifsson steig til hliðar í þessari kjaradeilu.

Verkfall olíubílstjóra innan Eflingar hefst að óbreyttu klukkan tólf á hádegi á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert