Búið að rýma meirihluta hæða

Landsvirkjun.
Landsvirkjun. mbl.is/Jón Pétur

Búið er að rýma meirihluta hæða í húsnæði Landsvirkjunnar við Háaleitisbraut vegna myglu sem fannst í húsnæðinu. Rýma þurfti sjöundu hæð í janúar en nú hafa fjórar hæðir bæst í hópinn.

Þriðja, fjórða, fimmta, sjötta og sjöunda hæð standa nú auðar. Meirihluti starfsmanna í byggingunni hefur þurft að færa sig í aðra aðstöðu.

„Við erum enn þá í hluta af húsæðinu,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. „Við erum enn í kjallara, jarðhæð, annari hæð og áttundu. Við erum með fjórar hæðir en rýmdum fimm.“

Aðeins fjórar hæðir eru í notkun hjá Landsvirkjun.
Aðeins fjórar hæðir eru í notkun hjá Landsvirkjun. Ljósmynd/Aðsend

Hluti farinn í Grósku og á Hafnartorg 

Rýma þurfti sjöundu hæð á svipstundu þegar mygla fannst þar og starfsfólk þurfti að færa sig í aðra aðstöðu. Nú er búið að færa hluta starfsmannahópsins í skrifstofurými í Grósku og á Hafnartorgi. „Svo er kannski hálft hundrað enn þá þarna á Háaleitisbrautinni.“

Ekki er víst hvort rýma þurfi hinar hæðirnar á næstu dögum. „Við hugsum um heilsufar starfsmanna fyrst og fremst og tökum svo stöðuna eftir það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert