Einstakar myndir af snjóhlébörðunum

Það eru ekki margir Íslendingar, ef nokkur, sem náð hafa að mynda snjóhlébarða í sínu náttúrulega umhverfi. Ingólfur Davíð Sigurðsson upplifði að mynda þessu fágætu dýr í leiðangri sínum í Himalajafjallgarðinn fyrr í þessum mánuði.

Hann birtir ferðasöguna sína á YouTube undir sínu nafni og þar má sjá einstæðar myndir af þessu sjaldséðasta kattardýri heims. Í myndbrotinu sem fylgir hér má sjá brot af þeim einstæðu myndum sem hann náði. Þar má sjá tvo kettlinga og fullorðið karldýr sem Ingólfur Davíð myndaði. Hann veitti góðfúslega leyfi fyrir birtingunni.

Snjóhlébarðar eru dýrategund sem er talin í útrýmingarhættu. Heimkynni hans eru í fjallendi frá Pakistan til Mongólíu. Ingólfur Davíð er gestur Dagmála í dag og rekur þar ferðasögu sína í Himalajafjöll frá Indlandi.

Aðstæður voru einstaklega erfiðar í fjögur til fimm þúsund metra hæð. Myndirnar sem hann tók eru teknar á um það bil sjötíu metra færi.

Viðtalið við Ingólf Davíð er aðgengilegt í heild sinni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert