Ekkert heyrt um særða hermenn

Úkraínskir hermenn.
Úkraínskir hermenn. AFP/Daniel Leal

„Það hefur ekkert komið formlega um þetta inn á borð til okkar,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.

Greint var frá því í fréttum Ríkisútvarpsins um helgina að á næstu vikum gæti komið hingað til lands fólk sem hefur særst í stríðinu í Úkraínu.

Sökum þess að sjúkrahús í Póllandi, sem síðustu mánuði hafa tekið við flestum særðum úkraínskum hermönnum, eru yfirfull er nú leitað til annarra Evrópulanda sem hafa skuldbundið sig til að koma til aðstoðar.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert