Fimm skjálftanna í nótt yfir 3,0

Kolbeinsey. Skjálftarnir í nótt urðu norður af Kolbeinseyjarhrygg sem náttúruvársérfræðingur …
Kolbeinsey. Skjálftarnir í nótt urðu norður af Kolbeinseyjarhrygg sem náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands kveður ekki óeðlilegan skjálftastað. Ljósmynd/Sindre Skrede

„Þetta var lítil skjálftahrina norður af Kolbeinseyjarhrygg, ekki óeðlilegur staður, þetta er á flekamótum og þarna fóru fimm skjálftar yfir þrjá í styrkleika,“ segir Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu norður af landinu í nótt.

Kveðst Magnús ekkert geta sagt um á hvaða dýpi skjálftarnir hafi orðið vegna fjarlægðar þeirra frá landi, til þess séu mælar ekki nægilega nákvæmir.

Þegar hann skoðar skjálftasögu svæðisins tvö ár aftur í tímann kemur 41 skjálfti í ljós og segir Magnús að þótt skjálftar séu þarna ekki daglegt brauð sé um vel þekkt skjálftasvæði að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert