Fjórir í gæsluvarðhald

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lagði hald á mikið magn fíkni­efna við hús­leit­ir í um­dæm­inu í síðustu viku, en þar var um að ræða um 7 kg af am­feta­míni og um 40 kg af marijú­ana, auk annarra fíkni­efna sem og frammistöðubæt­andi efna.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni að fimm hafi verið hand­tekn­ir í þess­um aðgerðum gegn skipu­lagðri brot­a­starf­semi og fjór­ir þeirra voru síðan í Héraðsdómi Reykja­vík­ur úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 16. fe­brú­ar í þágu rann­sókn­ar­inn­ar, sem hef­ur staðið yfir und­an­farn­ar vik­ur.

Hinir hand­teknu eru grunaðir um að hafa staðið að fram­leiðslu fíkni­efna, sem og sölu og dreif­ingu þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert