Fylgjast grannt með út frá almannaöryggi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina horfa á málið út frá …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina horfa á málið út frá sjónarhóli þjóðar- og almannaöryggis en beri þó traust til undanþágunefndar Eflingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nú verður reynt, á næstu dög­um, til þraut­ar að ná samn­ing­um í þess­ari mjög svo þungu deilu,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra um skip­un rík­is­sátta­semj­ara og kjara­deilu Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. 

Ástráður Har­alds­son héraðsdóm­ari hef­ur verið sett­ur í embætti rík­is­sátta­semj­ara, eft­ir að Aðal­steinn Leifs­son sagði sig frá embætt­inu.

Kalla sam­an fund ef ástæða er til

Olíu­bíl­stjór­ar inn­an Efl­ing­ar leggja niður störf á morg­un, í ótil­greind­an tíma. Spurð hvort rík­is­stjórn­in grípi í taum­ana ef ol­íu­skorts fer að gæta seg­ir Katrín:

„Við fylgj­umst grannt með út frá sjón­ar­hóli al­manna­ör­ygg­is og þjóðarör­ygg­is. Ef við met­um ein­hverja ástæðu til verður rík­is­stjórn­in að sjálf­sögðu kölluð sam­an.“ 

Treyst­ir því að und­anþágu­nefnd Efl­ing­ar taki til­lit 

Und­anþágu­nefnd Efl­ing­ar hafa borist er­indi, þar á meðal frá lög­reglu, sjúkra­flutn­inga­mönn­um og Land­spít­ala. Katrín seg­ist treysta því að und­anþágu­nefnd­in taki til­lit til sjón­ar­miða að baki slíkra und­anþágu­beiðna.

„Við eig­um ekki von á öðru en að hún geri það í sín­um störf­um,“ seg­ir Katrín.

Nefnd­in starfar und­ir Efl­ingu og er formaður henn­ar Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir en nefnd­ar­menn eru skipaðir meðlim­um samn­inga­nefnd­ar Efl­ing­ar.

Vek­ur upp spurn­ing­ar um lagaum­hverfið

Katrín seg­ir aðspurð að úr­sk­urður Lands­rétt­ar um miðlun­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara veki spurn­ing­ar um lagaum­hverfið.

„Eft­ir að hafa rýnt í þenn­an úr­sk­urð kem­ur fram að rík­is­sátta­semj­ara sé heim­ilt að leggja fram miðlun­ar­til­lögu. Eins og ég taldi nokkuð skýrt,“ seg­ir Katrín.

Þó sé ekki skýrt hvernig megi fram­kvæma at­kvæðagreiðslu.

„Ég held það þurfi að rýna það vand­lega og eiga sam­ráð um það. Ég held að þegar þessi ákvæði hafi verið sett inn á sín­um tíma, í umræðum sem urðu á þingi 1996, þá hafi menn ekki endi­lega haft í huga þessi lög­skýr­ing­ar­gögn frá ár­inu 1978.“

Kjör­dæma­dag­ar standa nú yfir og eru for­menn flokk­anna á ferð um landið. Katrín seg­ir að þrátt fyr­ir það sitji ráðherr­ar á fund­um, fari yfir stöðuna og skoði við hverju megi bú­ast.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert