Mikil rigning var um sunnan- og vestanvert landið í gær og hafði víða flætt yfir vegi. Í myndskeiði sem Skessuhorn birti á YouTube má sjá Grímsá við Oddsstaði í Lundarreykjadal flæða yfir veginn við brúnna.
Eins og mbl.is greindi frá fyrr í gær höfðu miklar skemmdir orðið á vegum vegna flóða. Vegirnir höfðu víða rofnað eða farið í sundur. Mikið tjón er á Vesturlandi.
Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið sem Skessuhorn birti en í fréttinni á vef þeirra kemur fram að Þór Þorsteinsson hafi tekið það upp.