Íbúar beðnir um að sjóða neysluvatn

Frá Hvammstanga.
Frá Hvammstanga. mbl.is/Sigurður Bogi

Önnur tveggja linda sem hafa verið í notkun á Hvammstanga er menguð. Lindin hefur nú verið tekin úr notkun en íbúar eru samt sem áður beðnir um að sjóða allt neysluvatn þar til upplýst verður um annað.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Húnaþings vestra.

Grunur lék á að mengunin stafaði af yfirborðsvatni og hafi komið upp í síðustu viku. Nú hefur sýnataka staðfest þann grun.

Vonir standa til að vatnsveitan verði komin í samt lag í lok þessarar viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert